Neðangreint er almenn gjaldskrá Skipasölunnar bátar og Búnaður, nema um annað sé samið. ATH! Öll verð og þóknun hér að neðan eru ÁN VSK:
- Söluþóknun af sölu skipa* er 2,5%, en er þó að lágmarki kr. 350.000,-.
- Fastur útlagður kostnaður** sem seljandi greiðir við kaupsamning er kr. 50.000,-.
- Söluþóknun af sölu á hlutdeildarkvóta er 1,5%.
- Söluþóknun af sölu aflamarks er 0,5%, en þó að lágmarki kr. 15.000,-.
- Söluþóknun af lausafé, búnaði, veiðileyfum, birgðum, o.þ.h. er 3,0%, en þó aldrei lægri en kr. 15.000,-.
- Söluþóknun af sölu fyrirtækja/reksturs er 5,0%.
- Söluþóknun af sölu eigna í einkasölu fer eftir árituðu samkomulagi.
- Þóknun sem kaupendur greiða vegna skipa er kr. 50.000,-, en fer eftir nánara samkomulagi vegna annarra kaupa.
- Verð fyrir stimplað og áritað verðmat á skipi er kr. 35.000,- auk útlagðs kostnaðar við gerð matsins, t.d. kr. 150 per km vegna akstur.
* Reiknast af skipi ásamt fylgibúnaði, veiðarfærum, veiðileyfum og öðru því sem skipinu fylgir (kvóti ekki innifalinn).
** Fastur útlagður kostnaður er vegna upplýsingaöflunar og skoðunar á skipi, vottorða, póstsendinga, aksturs, o.fl.