Aðalvélinn var tekin upp fyrir nokkrum árum. Var lítið í notkun í nokkur ár en hefur siglt talsvert frá 2018. Cumins ljósavél 76 hp á henni er rafal fyrir 220 volta rafmagn. Hún var tekin upp hjá Vélasölunni og sett niður 2016, hefur ekki mikið verið notuð.
Í skipinu er krani. Skipið er með öll leyfi frá Samgöngustofu, ásamt vínveitingaleyfi. Skipið er skráð sem fyrir 34 farþegum plús áhöfn. Möguleikar á því að fjölga farþegum að sögn eiganda. Félagið sem á skipið og er með aðstöðu við höfn, heimasiðu og góð sambönd við ferðaskrifstofur erlendis, gæti fengist keypt. Allar upplýsingar um skipið hér á síðunni eru frá seljanda skips ásamt opinberum upplýsingum frá Samgöngustofu. Ástandsskoðun að hálfu sérfræðinga á vél, tækjum og búnaðir liggur ekki fyrir hjá skipasala. Kaupanda er bent á þann möguleika að láta framkvæma slíka skoðun á eigin kostnað. Til nánari upplýsinga hafið samband við skipsala.