Grótta AK-101

Yanmar vél, 100 hz að sögn eiganda. 12 og 24 v. fyrir rúllur. Fjórar festingar fyrir rúllur. Tæki nýleg. Tveir Garmin plotterar 9 tommu og 7 tommu með snertiskjá og tökkum. Koden dýptarmælir 9 tommu. 1 kw botnstykki. Raymarine sjálfstýring. Loran GPS (sýnir tölur). Wepasto miðstöð. Tvær talstöðvar. Skrokkur málaður fyrir nokkrum misserum að sögn eiganda. Kör fyrir skammtinn. Vagn fylgir.

Fanney ÞH

Eikarskip smíðað árið 1975 af Slippstöðinni hf. Hefur verið skráð farþegaskip með leyfi fyrir 42 farþega. Skipið var gert upp árið 2010 ásamt frekari endurbótum árið 2012 og hefur verið í rekstri á Húsavík frá 2013 til 2019. Vél: Cummins 6 sílendra. Að sögn eiganda var vélin tekin upp af Vélasölunni árið 2018 ásamt gír. Óskað er eftir tilboði í skipið með eða án haffæris.

Steinunn ÁR-34

Volvo Penta D6 380 hp. árg.2020. Drif Volvo Penta DPI er líklega árg. 2020 að sögn eiganda. Vél keyrð um 1200 tíma að sögn eiganda. Tvö sett af skrúfum mismunandi stærð. Öngulvindur. Hleðsluvaktarar fyrir 12 og 24v. Maxsea time zero fylgir. Garmin varaplotter. Suzuki dýptarmælir. Tekur ca.3,5 t í kör. Nýlegar rafmagnstöflur fyrir 12v neyslu og 24v. Rekkverk og pallur rústfrítt frá 2019 að sögn eiganda. Webasto miðstöð og vatnsmiðstöð. Handfærarúllur eru að sögn eiganda allar 6000I, þ.a. 1x 2017 (ca), 2x frá um 2004 og ein eldri.

Máni NS-46

Með haffæri fram í apríl 2023. Vél er Volvo Penta, 110 hz að sögn eiganda. Bátur tekin í gegn 2017 að sögn eiganda (rafmagn, tæki, dekk, lest, mastur, vél tekin upp, létt yfirferð, kælar, o.fl., túrbína og alternator). Nýlegur vagn fylgir (2018).

Hafey BA-96

Vél er Volvo KAD 41, 200 hp að sögn eiganda. Vél var að sögn eiganda tekin upp 2015, drif endurnýjað á sama tíma. Að sögn eiganda var viðhald á hlutum milli vélar og drifs fyrir stuttu síðan og þá vél tekin úr og skipt um mótarpúða. Nýleg túrbína, rafgeymar, startari, tölva (með siglingaforriti), vatnsdæla við vél.

Sunna BA-006

Iveco 210 hz vél að sögn eiganda. Sunna BA vinnuskip með krana og dráttarspili (skráður sem fiskiskip hjá Samgöngustofu). Báturinn hefur verið notaður sem vinnubátur við Þangslátt. Útbúinn með þremur kojum, wc með rafmagns sturtun, örbylgju ofn, eldunartæki, 200 lítra vatnstankur, heitt vatn frá vél gegnum hitakút 50L. Tveir 24v inverterar, hleðsluvaktarar á rafgeymum, loft ólíufýring og ýmis búnaður. Nýleg sjálftstýring. Maxsea og helstu siglingartæki. Báturinn hefur verið töluvert endurnýjaður sl. ár en þó enn ýmislegt fleira sem mætti vinna í. Sparneytinn að sögn eiganda.

Blær ST-85

Vélin í bátnum er 300 hestafla Volvo Penta "98 árg. Öflugt spilkerfi, skiptiskrúfa, sóló eldavél,ísskápur, örbylgjuofn, astic, og öll helstu siglingatæki. Kör í lest. Makrílslítarar.

Kristbjörg ST-39

Gáski smíðaður í Hafnarfirði. Lengdur, breikkaður og upphækkaður árið 2010. Vél er að sögn eiganda: 430 hestöfl, keyrð um 9100 klst. 11,2 brúttótonna Gáska-bátur, smíðaður í Hafnarfirði 1993. 34 hestafla bógskrúfa frá Vetus, tengd sjálfstýringu. Vél og gír uppgerð árið 2014 og keyrð um 2700 klst síðan þá. Astik frá Sónar. Galvaniserað netaborð frá 2010, nýjar plötur settar í borð 2021. Skipt um öxul, öxulþétti og skrúfu 2020. Fimm blaða skrúfa, fjögurra blaða aukaskrúfa fylgir. Stakkageymsla, niðurgönguhús í vél (með salerni). Nýlegur vagn getur fylgt. Tveir flotgallar.

Pages

Subscribe to Bátar og búnaður RSS