Smyrill SH-241

Vél upptekin (ca. árið 2017), drif frá 2017 að sögn eiganda, nýlegar skrúfur og nýlegt rafmagn. Nýlegt rekkverk, mastur led siglingaljós, klæddur að innan. Stóll frá 2017. Nýlegir geymar. Afhendist á haffæri. Vagn fylgir.

Bravó VE-160

Dekkaður. Yanmar 6LYA-STP, 370 hestöfl. Hurth V gír, ZF 80IV með snuði. Spilkerfi og spildæla. Tvær lensur í vél, ein lensa í lest og ein lensa frammí. Slökkvikerfi í vél, fjarstýrt úr stýrishúsi. Aðvörunarkerfi í stýrishúsi (eldur+sjór). Tveir startgeymar, 12V,. Tveir neyslugeymar. Hleðslutæki 24V + 12V. Simrad. CE 44. Fjölnotatæki (dýptarmælir, GPS og Plotter) tengt Simrad botnstykki. Inverter 220 V. Miðstöð, Webasto thermo 50. Diesel 5kw - 24v - 50W. Örbylgjuofn. Fjórar DNG 6000 rúllur. Sautján kör (6 sérsmíðuð álkör og 11 plastkör) í lest sem fylgja bátnum.

Unnur Ben ÁR-033

Iveco vél 256 hö er í bátnum, keyrð um 3400 tímar skv. mæli, ganghraði 7,5 til 8 mílur að sögn eiganda. Óvíssa um árgerð vélar. ATH! Hjá Samgöngustofu er skráð Yanmar vél í bátnum en sú skráning er ekki rétt. Nýlegir geymar, 24v altenator, startari. Nýlega skipt um síur, olíur og reimar. Bátur nýlega tekinn upp, sink og málaður. Bátur tekur 11 trillukör í lest og hægt að hafa 2 stór kör og 2 trillukör á dekki. 9 trillukör fylgja. Afhendist með nýju haffæri. Plotter sem til staðar er við skoðun (Garmin) fylgir ekki, tölva þess í stað.

Stakkur ÁR-005

Sparneytinn og góður sjóbátur. Í bátnum er allur öryggisbúnaður og var hann yfirfarinn í vor (2019), þar með talið tveir björgunargallar. Vagn fylgir bátnum og önnur samskonar vél (í varahluti). Í bátnum er gert ráð fyrir fjórum 24V handfæravindum. Haffæri fram í mars 2020. Búið að hreinsa botninn en hann þarf botnmálningu.

Gummi Lúther BA-230

Með haffæri fram í mars 2020. Bátavagn fylgir (endursmíðaður). Að sögn eiganda: Ganghraði um 9,5-10,0 mílur, vél gengur vel, 12v kerfið í bátnum nýlegt, rafmagn mikið endurnýjað, nýlegur startari, nýleg spúldæla, nýleg lensidæla, öxulfóðring endurnýjuð nýlega, nýlega málaður að hluta. Nýjir rúllugeymar. Nýleg olíumiðstöð mun fylgja að sögn eiganda. Það dropar inn á tveimur stöðum í stýrishús. Vantar 30 cm gúmmíkant á síðu skipsins. Nafn bátsins fylgir ekki. Kör fylgja ekki.

Hrefna SU-022

Endursmíðaður í Sandgerði. Vél nýleg (2013). Gengur um 12 mílur að sögn eiganda. Síðustokkar. Ný sjálfstýring (góð að sögn eiganda). Með lest, hægt að setja sex kör. Auka olíutankur (150 lítra). Tvö til þrjú kör fylgja. Gas eldavél. Glussadæla. Vantar á skrúfu við skráningu en verður seldur með skrúfu.

Hafnarey HF-16

Laglegt skemmtiskip. Haffæri fram í júní 2020. Yanmar vél, 70 kw (ekki rétt vél skráð hjá skipaskrá). Ganghraði um 8,5 mílur að sögn eiganda. Smíðaður í Hafnarfirði 1984. Rafmagn endurnýjað, 12v og 230v rafmagn. Afgashitamælir. Útvarp.

Pages

Subscribe to Bátar og búnaður RSS