Freyr AK

Volvo Penta D3 170, keyrð rúmar 700 klst. Ganghraði að sögn eiganda frá 14 (með skemmtinn á um 3200 snún.) uppí 24 mílur (á hámarks snún. vélar). Færageymar: 2 x 240 amperstunda, frá 2019. Neyslu og startgeymar frá 2019. Landrafmagn til hleðslu á færageymum. Blóðgunarkassi. Einn altinator 115 amperstunda. Volvo Penta hældrif. Salerni um borð.

Halli ST-111

Öll helstu siglingartæki í brú. Olíumiðstöð, vatnsmiðstöð, örbylgjuofn. Fimm kör. Hældrif. Fjórar DNG 6000 I rúllur geta fylgt. Einnig getur grásleppuleyfi, grásl. úthald, niðurleggjari og netaspil fylgt.

Seigur III EA-041

Tilvalinn á grásleppuna! Volvo Penta D4 með hældrifi. Glussadrifin hliðarskrúfa frá Quick 185 mm. Garmin GPS map 1020xs plotter og dýptamælir Garmin VHF talstöð, Garmin AIS B tæki, Garmin sjáfstýring og lítill Garmin plotter GPS map 421s. Lenco flabsar. Inverter frá Victron Multiplus Compact með landtengingu. Reimknúinn glussadæla. Um eitt netaúthald. WC. Eigandi mun skipta um neyslu rafgeyma 2X220 amp fyrir afhendingu.

Stórborg ÍS-125

Haffæri fram í sept. 2020. Glussakerfi. Tafla fyrir rúllur. WC. Lagnir og annað endurnýjað. Vél, nýlega skipt um kæla, startara, altenatora, fæðudæla (nýleg). Auka kælir fylgir vél. Ath. Snúningsmælir er ónýtur, þarf að setja nýjan við vélina. Óvíst með keyrslu vélar. Skipt um fóðringar í skrúfuöxli og stýri. Engar rúllur.

Einir SU-007

Strandveiðibátur í fínu standi. Garmin plotter + dýptarmælir. Vaktarar bæði 12 og 24 volta. Gengur 10 til 11 mílur. Línutrekt, glussadrifinn beituskurðarhnífur og 70 línur geta fylgt með.

María KÓ-004

Tólf farþega bátur. Með haffæri. Yanmar vél. Gengur um 24 mílur að sögn eiganda. Skipt um 'head' í vél fyrir um ári (gert hjá Beiti) og er í góðu standi að sögn eiganda. Hefur verið gerður út á sjóstangveiði fyrir ferðamenn og hentar vel sem slíkur. Gott innirými og pláss út á dekki fyrir farþega. Salerni (aflokað) í lúkar.

Stakkur ÁR-005

Beint drif. Sparneytinn og góður sjóbátur. Í bátnum er allur öryggisbúnaður og var hann yfirfarinn í vor (2019), þar með talið tveir björgunargallar. Vagn fylgir bátnum og önnur samskonar vél (í varahluti). Í bátnum er gert ráð fyrir fjórum 24V handfæravindum. Nýlega botnmálaður. Altenatorar 12 og 24v munu fylgja (nýjir).

Pages

Subscribe to Bátar og búnaður RSS