Fyrirtækið Stafey ehf. til sölu. Aðaleign félagsins er skipið Edda SI-200 nr. 1888 ásamt því sem til staðar er í skipi. Vélbúnaður er Nogva Cummins 130 hö að sögn eiganda með skiptiskrúfu. Bátnum fylgir línuspil og renna, netaspil, niðurleggjari og fjórar DNG 6000I handfærarúllur. Nokkur kör. Útvarp. Eldvarnarkerfi. Viðvörunarkerfi fyrir sjó í vél fylgir. Solo eldavél í lúkar. Webasto olíumiðstöð í brú. Endurbættur að sögn eiganda árið 2013 á Siglufirði. Aflaheimildir sem fylgja skipi eru réttindi til grásleppuveiða, grásleppuleyfi nr. 668 sem er 12,06 br.tonna leyfi. ásamt veiðireynslu á þeim réttindum (sjá aflayfirlit á vef Fiskistofu). Einnig meðfylgjandi aflahlutdeild í þorski (0,0005825 úthlutun um 1020 kg á þessu fiskveiðitímabili) og hlýra (0,0004736 útlutun 2 kg á þessu fiskveiðitímabili). Óveitt aflamark á þessu fiskveiðiári er um 350 kg sem fylgir (15.1.2022). Einnig fylgir félagi 40 feta gámur með netum, baujum, belgjum uppistöðum og netadrekum.