Til sölu Cleopatra 33. Báturinn er í góðu standi og vel við haldið að sögn eiganda. Perustefni. Vélaskipti fyrir nokkrum árum, öxul, skrúfu, gír, o.fl. Mikið dekkpláss og gott lestarpláss. Vél er Perkins 300 hp að sögn eiganda, keyrð um 1700 tíma. Vinnuhraði er um 9 mílur en mögulega er hægt að auka við hraða með þyngri skrúfu að sögn eiganda. Nýr ZF85 gír og skrúfa frá því í sumar 2020. Öll helstu tæki í brú, dýptarmælir, radar, sjálfstýring, astik, siglingatölva, GPS, plotter ofl. WC í lukar, kojur, örbylgjuofn, inverter Webasto miðstöð og vatnsmiðstöð. Nokkur sérsmíðuðum álkörum í lest fylgja. Verð er án veiðafæra en möguleiki að fá keypt línuspil, handfærarúllur, línutrekt og beituhnífur, linurenna, makrílkerfi, slatti af línu, o.fl. Það kemur vel til greina að taka ódýrari bát uppí (Sóma, Gáska, Flugfisk eða annað, einnig mögulega á dýrari bát með aflaheimildum).
Skipti:
Skoða ódýrari bát uppí (Sóma, Gáska, Flugfisk eða annað, einnig mögulega á dýrari bát með aflaheimildum).